Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:51 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvert parið ferðaðist. En hótelið var töluvert lengra frá ströndinni eða vatninu en þessi hús hér. Unsplash/Mariya Georgieva Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Þetta er niðurstaða kærunefndar um vöru- og þjónustukaup. Par keypti sér vikulanga pakkaferð sumarið 2023 og greiddi 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Í kvörtun parsins til kærunefndarinnar kom fram að hótelið hefði verið auglýst sem fallegt sveitahótel í 600 metra fjarlægð frá strönd og um 90 mínútna akstursfjarlægð frá flugvelli. Hins vegar hafi komið í ljós að hótelið var staðsett í fjallshlíð í 7,2 kílómetra fjarlægð frá strandvegi. Þá var ástand herbergisins ekki gott að sögn parsins. Þá vísaði parið til þess að rúmið hefði verið gamalt, engar hurðir á skápum, sjónvarpið hafi verið lítið og lélegt og að enginn ísskápur eða loftræsting hafi verið á herberginu. Þá benti parið á að maturinn á hótelinu hefði verið óætur. Fólkið kvartað símleiðis og með tölvupósti og bauðst á fjórða degi að láta færa sig í annað herbergi. Þau ákváðu að yfirgefa hótelið og gista annars staðar í þrjár nætur. Kröfðust þau að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem svaraði til fjögurra nótta af sjö. Auk þess 115 þúsund í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Ferðaskrifstofan, sem ekki er nefnd á nafn í úrskurðinum, bar fyrir sig að um hefði verið að ræða þriggja stjörnu hótel sem væri almennt lakari en fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Hótelskortur væri á svæðinu yfir hásumarið og gæði gististaða önnur en á nálægðum svæðum með nýrri hótelum. Þá bæru kaupendur alltaf ábyrgð á að staðreyna að það sem í boði væri henti þeirra þröfnum. Þá hafi ferðaskrifstofan þurft að gera upp við alla birgja. Nefndin féllst á það með parinu að aðbúnaður hafi verið lakari en reikna mætti með á þriggja stjörnu hóteli. Ferðaskrifstofan hefði ekki fullnægt skyldum sínum með boði um að skipta um hótelherbergi. Parið ætti því rétt á afslætti. Var ákveðið að parið fengi 130 þúsund krónur í afslátt sem svaraði til gistingar og fæðis síðustu þrjár næturnar til viðbótar við hæfilegan afslátt vegna tímans sem þau dvöldu á hótelinu. Kröfu um skaðabætur var vísað frá enda gætu þau ekki bæði krafist afsláttar og bóta. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðalög Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar um vöru- og þjónustukaup. Par keypti sér vikulanga pakkaferð sumarið 2023 og greiddi 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Í kvörtun parsins til kærunefndarinnar kom fram að hótelið hefði verið auglýst sem fallegt sveitahótel í 600 metra fjarlægð frá strönd og um 90 mínútna akstursfjarlægð frá flugvelli. Hins vegar hafi komið í ljós að hótelið var staðsett í fjallshlíð í 7,2 kílómetra fjarlægð frá strandvegi. Þá var ástand herbergisins ekki gott að sögn parsins. Þá vísaði parið til þess að rúmið hefði verið gamalt, engar hurðir á skápum, sjónvarpið hafi verið lítið og lélegt og að enginn ísskápur eða loftræsting hafi verið á herberginu. Þá benti parið á að maturinn á hótelinu hefði verið óætur. Fólkið kvartað símleiðis og með tölvupósti og bauðst á fjórða degi að láta færa sig í annað herbergi. Þau ákváðu að yfirgefa hótelið og gista annars staðar í þrjár nætur. Kröfðust þau að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem svaraði til fjögurra nótta af sjö. Auk þess 115 þúsund í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Ferðaskrifstofan, sem ekki er nefnd á nafn í úrskurðinum, bar fyrir sig að um hefði verið að ræða þriggja stjörnu hótel sem væri almennt lakari en fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Hótelskortur væri á svæðinu yfir hásumarið og gæði gististaða önnur en á nálægðum svæðum með nýrri hótelum. Þá bæru kaupendur alltaf ábyrgð á að staðreyna að það sem í boði væri henti þeirra þröfnum. Þá hafi ferðaskrifstofan þurft að gera upp við alla birgja. Nefndin féllst á það með parinu að aðbúnaður hafi verið lakari en reikna mætti með á þriggja stjörnu hóteli. Ferðaskrifstofan hefði ekki fullnægt skyldum sínum með boði um að skipta um hótelherbergi. Parið ætti því rétt á afslætti. Var ákveðið að parið fengi 130 þúsund krónur í afslátt sem svaraði til gistingar og fæðis síðustu þrjár næturnar til viðbótar við hæfilegan afslátt vegna tímans sem þau dvöldu á hótelinu. Kröfu um skaðabætur var vísað frá enda gætu þau ekki bæði krafist afsláttar og bóta. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðalög Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira