Viðskipti innlent

Bein út­sending: „Að vaxa með þjóðinni – fjár­mála­þjónusta á Ís­landi í 150 ár“

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskráin hefst klukkan 15 í dag.
Dagskráin hefst klukkan 15 í dag. SFF

„Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár“ er yfirskrift SFF-dagsins sem haldinn er af Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og fram fer milli klukkan 15 og 17 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 

Í tilkynningu frá SFF segir að tilefnið sé að í ár eru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. 

„Sú reglusetning hófst með tilskipun Kristjáns IX um hlunnindi fyrir sparisjóði á Íslandi, sem birti var sama dag og Kristján IX staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslands, 5. janúar 1874. Af því tilefni verður horft yfir farinn veg og rýnt í þær áskoranir sem fjármálaþjónusta framtíðarinnar stendur frammi fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Þátttakendur á SFF deginum verða:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður stjórnar SFF.
  • Kari Olrud Moen, framkvæmdastjóri Finans Norge, systursamtaka SFF í Noregi.
  • Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
  • Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica Finance.
  • Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
  • Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×