Stefán Árni Pálsson var að vanda með Tómas Steindórsson með sér í þættinum og gestur þeirra var Maté Dalmay, þjálfari Hauka.
Gleðin var við völd en strákarnir völdu meðal annars kúreka tímabilsins í vetur, hárgreiðslu tímabilsins, besta gælunafnið, djammarann og minnisleysi ársins.
Verðlaunaafhendinguna má sjá hér að neðan.