Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega sumargjöf Íslandsbanka til starfsmanna sinna. Hefð er fyrir slíkri gjöf í bankanum. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur. Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur.
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira