Sport

Fá slæma út­reið eftir skellinn gegn Ís­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Ísraels og Íslands í gær
Frá leik Ísraels og Íslands í gær Vísir/Getty

Það virðist sem svo að dagar Alon Hazan lands­liðs­þjálfara Ísrael og Yossi Bena­youn yfir­manns knatt­spyrnus­mála, í starfi hjá ísraelska knatt­spyrnu­sam­bandinu séu taldir eftir niður­lægjandi tap gegn Ís­landi í undan­úr­slitum um­spils um laust sæti á EM í sumar. Þeir fá báðir mikla út­reið í ísraelskum miðlum eftir leik.

Í að­draganda leiksins gegn Ís­landi virtist alveg ljóst að mikil þreyta var komin í sam­starfið og að menn hafi ekki verið á­nægðir með stefnuna sem ísraelska liðið var á. Ekkert annað en sigur myndi sjá til þess að Hazan og Bena­youn myndu halda starfi sínu.

Hazan gerði lítið til þess að sefa ó­á­nægju­raddir skömmu fyrir leikinn mikil­væga gegn Ís­landi í gær þegar að kom í ljós að gull­drengur liðsins, Oskar Gloch, yrði á meðal vara­manna.

Glottið á Alon Hazan, landsliðsþjálfara Ísrael, er væntanlega ekki eins mikið í dag líkt og það var fyrir leikinn gegn Íslandi í gærVísir/Getty

Svo fór að Ís­land valtaði yfir Ísrael, 4-1, og tryggði sér sæti í hreinum úr­slita­leik við Úkraínu um laust sæti á EM næsta sumars. Mögu­leikar Ísrael á sæti á EM eru hins vegar úr sögunni.

Í grein sem ísraelski vef­miðillinn One birtir í morgun skrifar blaða­maðurinn Gidi Lip­kin að heimildir miðilsins hermi að dagar Hazan og Bena­youn hjá ísraelska knatt­spyrnu­sama­bandinu séu taldir.

Búist sé við því að for­ráða­menn sam­bandsins setji sig í sam­band við Barak Becher, fyrrum þjálfara liða á borð við Mac­cabi Haifa og Hapoel BS, og viðri við hann hug­myndir þess efnis að hann verði næsti lands­liðs­þjálfari Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×