Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 21:45 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni. Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni.
Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira