Viðskipti innlent

Fyrir­tækjum sem gera upp í er­lendri mynt fjölgað tölu­vert síðasta ára­tug

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Árið 2022 gerðu 135 fyrirtæki með rekstrartekjur upp í erlendri mynt og nam velta þeirra 1.580.233 milljónum. Þetta kemur fram í svari menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Þorbjörg spurði meðal annars um veltu þeirra fyrirtækja og félaga sem hefðu fengið heimild árin 2022 og 2023 til að færa bókhaldsbækur og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli. Þá spurði hún einnig hversu stór hluti velta umræddra fyrirtækja og félaga hefði verið af vergri þjóðarframleiðslu.

Í svari ráðherra segir að ársreikningar fyrir árið 2023 liggi ekki fyrir en samkvæmt töflu um þróun mála síðasta áratug hefur fjöldi fyrirtækja sem hafði rekstrartekjur og gerði upp í erlendri mynt aukist úr 79 árið 2012 í 135 árið 2022.

Á sama tíma hefur velta fyrirtækjanna í krónum aukist úr 823.678 milljónum í 1.580.233.

Hlutfall veltu fyrirtækjanna af þjóðarframleiðslu hefur hins vegar dregist saman; var 49 prósent 2012 en 42 prósent 2022 og á bilinu 33 til 35 prósent á árunum 2016 til 2021.

Hér má sjá svar ráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×