Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. mars 2024 12:49 „Það liggur líka fyrir að fjármálaráðherra hefur eftirlitsskýrslu með Bankasýslunni og hefði getað beðið Bankasýsluna um að spyrjast fyrir um málið. Það svolítið seint gripið inn í núna eftir á,“ segir Kristrún um Þórdísi. Vísir/Einar/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. „Ég held að stóra fréttin sé að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Það var viðtal við fjármálaráðherra sem átti sér stað fyrir einum og hálfum mánuði síðan þar sem að kom fram að hún hefði frétt af þessum vendingum,“ segir hún. „Maður veltir auðvitað fyrir sér hvers konar verklag á sér stað þegar það er vitað að Landsbankinn hefur áhuga þarna á, og Bankasýslan bregst ekki við, óskar ekki eftir upplýsingum. Það liggur líka fyrir að fjármálaráðherra hefur eftirlitsskyldu með Bankasýslunni og hefði getað beðið Bankasýsluna um að spyrjast fyrir um málið. Það svolítið seint gripið inn í núna eftir á.“ Kvika banki greindi frá því síðdegis á sunnudag að Landsbankinn hygðist kaupa tryggingafélagið TM. Í kjölfarið gaf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra það út að hún myndi ekki samþykkja kaupin, nema að söluferli ríkisins á Landsbankanum myndi hefjast samhliða. Þórdís hafði áður gefið út að hún væri ekki spennt fyrir kaupunum, en þá lágu þau ekki fyrir. Kristrún segir ljóst að stjórnvöld séu að reyna að bregðast við fyrirhuguðum kaupum alltof seint. „Það liggur alveg fyrir að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, eða þeir eiga ekki að gerast af sjálfu sér. Það virðist ríkja ákveðið stjórnleysi um þetta mál. Fjármálaráðherra ber ábyrgð á að fylgjast með eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum og hefur þar Bankasýsluna, og fólk er að koma að þessu máli alltof seint,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er þetta mál í heild sinni ákveðið frumhlaup, sama hverjum er að kenna. Það hefur aldrei verið tekin almennileg langtíma yfirreið eða sýn á það hvernig banki Landsbankinn eigi að vera. Það skiptir lykilmáli upp á framtíðina. Það kann vel að vera að það sé framtíð í því að reka fyrirtæki með þeim hætti sem bankastjórinn sér núna fyrir sér, en sú umræða hefur ekki átt sér stað á hinum pólitíska vettvangi, hún hefur ekki átt sér stað innan þessarar ríkisstjórnar, og þetta er ekki í takt við eigendastefnuna. Þetta er ákveðið frumhlaup og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar.“ Þá nefnir Kristrún að ríkisstjórnin hafi gefið út að Bankasýslan yrði lögð niður. Kristrún leggur til að samskipti fjármálaráðherra við Bankasýslunnar verði gefin upp, en sjálfa grunar hana að samskiptin hafi verið lítil. „Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Banksýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu undanfarin tvö ár, eða frá því að þessi fjármálaráðherra tók við. Það sem ég hef á tilfinningunni er að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórdís tók við sem fjármálaráðherra af Bjarna Benediktssyni sem steig til hliðar í október síðastliðnum eftir álit Umboðsmanns Alþingis á framkvæmdinni á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Hún segir að fólk hafi ekki búist við því Bankasýslan yrði í eins mikilli virkni og hún hefur verið, og nefnir Íslandsbankamálið sem dæmi. Er þetta eitt allsherjarklúður? „Þetta lítur ekki vel út.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Ég held að stóra fréttin sé að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Það var viðtal við fjármálaráðherra sem átti sér stað fyrir einum og hálfum mánuði síðan þar sem að kom fram að hún hefði frétt af þessum vendingum,“ segir hún. „Maður veltir auðvitað fyrir sér hvers konar verklag á sér stað þegar það er vitað að Landsbankinn hefur áhuga þarna á, og Bankasýslan bregst ekki við, óskar ekki eftir upplýsingum. Það liggur líka fyrir að fjármálaráðherra hefur eftirlitsskyldu með Bankasýslunni og hefði getað beðið Bankasýsluna um að spyrjast fyrir um málið. Það svolítið seint gripið inn í núna eftir á.“ Kvika banki greindi frá því síðdegis á sunnudag að Landsbankinn hygðist kaupa tryggingafélagið TM. Í kjölfarið gaf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra það út að hún myndi ekki samþykkja kaupin, nema að söluferli ríkisins á Landsbankanum myndi hefjast samhliða. Þórdís hafði áður gefið út að hún væri ekki spennt fyrir kaupunum, en þá lágu þau ekki fyrir. Kristrún segir ljóst að stjórnvöld séu að reyna að bregðast við fyrirhuguðum kaupum alltof seint. „Það liggur alveg fyrir að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, eða þeir eiga ekki að gerast af sjálfu sér. Það virðist ríkja ákveðið stjórnleysi um þetta mál. Fjármálaráðherra ber ábyrgð á að fylgjast með eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum og hefur þar Bankasýsluna, og fólk er að koma að þessu máli alltof seint,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er þetta mál í heild sinni ákveðið frumhlaup, sama hverjum er að kenna. Það hefur aldrei verið tekin almennileg langtíma yfirreið eða sýn á það hvernig banki Landsbankinn eigi að vera. Það skiptir lykilmáli upp á framtíðina. Það kann vel að vera að það sé framtíð í því að reka fyrirtæki með þeim hætti sem bankastjórinn sér núna fyrir sér, en sú umræða hefur ekki átt sér stað á hinum pólitíska vettvangi, hún hefur ekki átt sér stað innan þessarar ríkisstjórnar, og þetta er ekki í takt við eigendastefnuna. Þetta er ákveðið frumhlaup og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar.“ Þá nefnir Kristrún að ríkisstjórnin hafi gefið út að Bankasýslan yrði lögð niður. Kristrún leggur til að samskipti fjármálaráðherra við Bankasýslunnar verði gefin upp, en sjálfa grunar hana að samskiptin hafi verið lítil. „Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Banksýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu undanfarin tvö ár, eða frá því að þessi fjármálaráðherra tók við. Það sem ég hef á tilfinningunni er að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórdís tók við sem fjármálaráðherra af Bjarna Benediktssyni sem steig til hliðar í október síðastliðnum eftir álit Umboðsmanns Alþingis á framkvæmdinni á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Hún segir að fólk hafi ekki búist við því Bankasýslan yrði í eins mikilli virkni og hún hefur verið, og nefnir Íslandsbankamálið sem dæmi. Er þetta eitt allsherjarklúður? „Þetta lítur ekki vel út.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57