Viðskipti innlent

27 vilja stýra fasteignafélaginu Þór­kötlu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grindavíkurbæ.
Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu 27 manns um starf forstjóra fasteignafélagsins Þórkötlu. Umsóknarfrestur rann út 5. mars síðastliðinn.

Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. Félagið var kynnt til sögunnar þegar ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar á blaðamannafundi í byrjun febrúar.

Félaginu er ætlað að kaupa fasteignirnar og bera ábyrgð á rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Félagið mun bera allan umsýslukostnað vegna kaupa á fasteignunum og er gert ráð fyrir að félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess.

Eftirfarandi umsækjendur sóttu um starfið:

  • Arent Orri Jónsson laganemi
  • Berglind Ósk Sævarsdóttir, forstöðumaður markaðs og aðgerða
  • Birgir Birgisson, framkvæmdastjóri
  • Björg Kjartansdóttir, deildarstjóri
  • Björgvin Magnússon, fv. Forstöðumaður
  • Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
  • Fannar Karvel, framkvæmdastjóri
  • Geir Sigurðsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
  • Guðmundur Magnússon, fv. framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs
  • Helgi Jóhannesson, lögmaður
  • Ingimar Waldorff, framkvæmdastjóri
  • Ína Björk Hannesdóttir, framkvæmdastjóri
  • Íris Hrönn Guðjónsdóttir, innviðastjóri
  • Jóhann Gunnar Þórarinsson, fagstjóri
  • Júlíana Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Karl Pétur Jónsson, samskiptastjóri og umsjónarmaður sérverkefna
  • Kristbjörn J. Bjarnason, framkvæmdastjóri
  • Kristján Sveinlaugsson, deildarstjóri
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri
  • Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
  • Páll Línberg Sigurðsson MBA
  • Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur
  • Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri
  • Styrkar Hendriksson, sérfræðingur
  • Sæmundur Guðlaugsson, verkefnastjóri
  • Tjörvi Guðjónsson, framkvæmdastjóri
  • Örn Viðar Skúlason, fjárfestingastjóri




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×