Múrarinn sem fékk símtal og varð bruggari Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 09:08 Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hugmyndin að brugghúsinu kviknaði. Vísir/Einar Upphaf fyrsta brugghússins á Vestfjörðum má rekja til afdrifaríks símtals frá mági framkvæmdastjórans. Hann vann við að múra þegar símtalið kom en mánuði eftir það var brugghúsið orðið að veruleika. Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“ Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“
Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent