Í skýjunum með 111 milljarða króna útboðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 16:38 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkissjóður Íslands gaf í dag út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,5% fasta vexti og voru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 3,636%. Skuldabréfin eru gefin út undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs. Innherji á Vísi greindi fyrst frá sölunni vel heppnuðu og sögulegu í gær og eftir hádegið í dag. Fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og eftirspurn numið um sjö milljörðum evra eða rúmlega nífaldri fjárhæð útgáfunnar. Fagfjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Norður-Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum JP Morgan, BNP Paribas, DZ bank og Nomura. „Það er einkar ánægjulegt að sjá það mikla traust sem fyrstu útgáfa grænna skuldabréfa fær frá fjölbreyttum hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þetta er til marks um trúverðugleika stefnu okkar í ríkisfjármálum og umhverfismálum, sem undirstrikar þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur. Þessi mikli áhugi er ekki síður til marks um það traust sem fjárfestar bera til Íslands og ímynd landsins sem fyrirmyndar á sviði umhverfismála,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjárfestahópurinn taldi um 280 aðila sem er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í einstöku útboði á erlendum skuldabréfum ríkissjóðs. Níföld heildareftirspurn var að sama skapi án fordæmis. „Útgáfan nú er í samræmi við þá stefnu sem við höfum sett fram í lánamálum og er hluti af aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Andvirði útgáfunnar verður nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna umhverfismála á næstu árum. Fjármögnunin styrkir getu okkar til að mæta enn frekar þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Rífleg eftirspurn og kjör ríkissjóðs bera einnig með sér traust á stjórn efnahags- og ríkisfjármála,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37 Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Innherji á Vísi greindi fyrst frá sölunni vel heppnuðu og sögulegu í gær og eftir hádegið í dag. Fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og eftirspurn numið um sjö milljörðum evra eða rúmlega nífaldri fjárhæð útgáfunnar. Fagfjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Norður-Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum JP Morgan, BNP Paribas, DZ bank og Nomura. „Það er einkar ánægjulegt að sjá það mikla traust sem fyrstu útgáfa grænna skuldabréfa fær frá fjölbreyttum hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þetta er til marks um trúverðugleika stefnu okkar í ríkisfjármálum og umhverfismálum, sem undirstrikar þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur. Þessi mikli áhugi er ekki síður til marks um það traust sem fjárfestar bera til Íslands og ímynd landsins sem fyrirmyndar á sviði umhverfismála,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjárfestahópurinn taldi um 280 aðila sem er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í einstöku útboði á erlendum skuldabréfum ríkissjóðs. Níföld heildareftirspurn var að sama skapi án fordæmis. „Útgáfan nú er í samræmi við þá stefnu sem við höfum sett fram í lánamálum og er hluti af aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Andvirði útgáfunnar verður nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna umhverfismála á næstu árum. Fjármögnunin styrkir getu okkar til að mæta enn frekar þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Rífleg eftirspurn og kjör ríkissjóðs bera einnig með sér traust á stjórn efnahags- og ríkisfjármála,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37 Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37
Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33