Innherji

Ríkið klárar sölu á grænu evru­bréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, en skuldabréfaútgáfa ríkisins er sú fyrsta á erlendum mörkuðum frá því snemma árs 2021.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, en skuldabréfaútgáfa ríkisins er sú fyrsta á erlendum mörkuðum frá því snemma árs 2021. Vísir/Vilhelm

Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021.


Tengdar fréttir

Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis

Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×