Innherji

Meir­i sam­keppn­i á Ís­land­i um inn­lán heim­il­a en al­mennt í Evróp­u

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Miðað við gögn frá evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni sem ná til 28 landa, þá jókst vaxtamunur bankakerfisins hlutfallslega meira í 25 löndum en á Íslandi á tímabilinu frá árinu 2021 til fyrri hluta ársins 2023. „ Aðeins í Frakklandi og Tékklandi varð breyting á vaxtamun minni en á Íslandi,“ segir Seðlabankinn.
Miðað við gögn frá evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni sem ná til 28 landa, þá jókst vaxtamunur bankakerfisins hlutfallslega meira í 25 löndum en á Íslandi á tímabilinu frá árinu 2021 til fyrri hluta ársins 2023. „ Aðeins í Frakklandi og Tékklandi varð breyting á vaxtamun minni en á Íslandi,“ segir Seðlabankinn.

Seðlabankinn segir að miðlun íslenskra banka á peningastefnunni sé góð. „Þar sem hlutfall innlána heimila sem bera háa vexti á Íslandi er mun hærra en almennt gerist í Evrópu virðist miðlun meginvaxta í vexti innlána heimila í heild mest á Íslandi,“ segir bankinn og nefnir að ein helsta skýringin á þessum mun kunni að vera að meiri samkeppni ríki um innlán heimila á Íslandi en almennt gerist í Evrópu.


Tengdar fréttir

Rangt að stýrivaxtahækkanir gagnist bönkum „svakalega“

Það er að einhverju leyti rangt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að stýrivaxtahækkanir gagnist bönkum „svakalega“. Þær setja álag á þá. Hærri vextir auka líkur á útlánatöpum og fleira, sagði seðlabankastjóri.

Eftir­bátar annarra nor­rænna banka í arð­semi sem hafa stór­aukið vaxta­tekjurnar

Stærstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa séð vaxtatekjur sínar aukast að jafnaði um liðlega helming á milli ára sem ræður hvað mestu um að þeir eru nánast undantekningalaust að skila verulega betri arðsemi en íslensku bankarnir. Á meðan vaxtamunur bankanna hér á landi hefur haldist á svipuðum stað síðustu tólf mánuði þá hefur hann aukist nokkuð hjá öðrum norrænum bönkum samhliða hækkandi vaxtastigi, einkum vegna meiri vaxtamunar þeirra á innlánum. 

Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur

Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×