Körfubolti

Klapp­stýrur í lífs­hættu þegar ljós­kastari hrapaði

Sindri Sverrisson skrifar
Mönnum var brugðið þegar ljóskastari féll á gólfið í höll Baskonia-liðsins.
Mönnum var brugðið þegar ljóskastari féll á gólfið í höll Baskonia-liðsins. Getty/Aitor Arrizabalaga

Mikil mildi þykir að ekki skyldi fara verr þegar ljóskastari féll niður úr mikilli hæð á leik Baskonia og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í gær.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiðum féll ljósið í gólfið aðeins nokkrum sentímetrum frá klappstýrum sem dönsuðu á vellinum í leikhléi.

Atvikið átti sér stað á lokamínútu leiksins, sem Baskonia vann 103-96. Þess má geta að aðeins tveimur dögum fyrr var landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson að spila í sömu höll, með liði Alba Berlín í EuroLeague.

Ljósið var hluti af stóru vídjóstigatöflunni sem hangir yfir miðjum vellinum, líkt og í flestum stórum körfuboltahöllum. Um 13.300 áhorfendur fylgdust með þegar ljósið féll niður.

Baskonia lét strax eftir leik hefja rannsókn á því hvernig stóð á því að ljóskastarinn losnaði. Niðurstaðan er sú að mannleg mistök hafi valdið því, við uppsetningu á ljósabúnaðinum. Baskonia hefur nú slitið samstarfi við fyrirtækið sem sá um uppsetninguna og íhugar lögsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×