Íslendingur í átta liða úrslitum á Evrópumóti í einum vinsælasta tölvuleik heims Snorri Már Vagnsson skrifar 6. mars 2024 14:00 Ernir spilar með karakternum sem sést á hægri mynd. Þessa dagana fer fram Evrópumótið í Minecraft sprettspilun (e. speedrunning). Á mótinu keppa Evrópubúar í 12 liðum, sem ákveðin eru eftir landsvæðum. Hvert lið er skipað tveimur leikmönnum og spilar Ísland með Norðmönnum. Ernir Ibsen Egilsson, Íslendingurinn sem keppir á mótinu er aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað Minecraft í 9 ár, þar af síðustu þrjú með einbeitinguna á sprettspilun á leiknum. Minecraft hefur lengi verið einn vinsælasti leikur sögunnar, en spretspilanir á leiknum náðu mikilli athygli um 2020 þar sem vinsælustu Youtube-rásirnar tengdar Minecraft voru að sanka að sér milljónum áhorfa. Ernir hefur þó trompað nærri alla þessa tíma, en fyrir 8 mánuðum náði hann sjöunda besta tíma heims. Ernir kláraði leikinn á 8 mínútum og 38 sekúndum og er tíminn hans nú í fjórtánda sæti. Ernir spilar Minecraft í beinni og streymir leiknum á Twitch-rás sinni. Lið Íslands og Noregs eru nú komin í átta liða úrslit og spila okkar menn við lið Svíþjóðar, fimmtudaginn 7. mars. Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á íslensku á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins, en útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 að íslenskum tíma. Enska lýsingu á frá viðburðinum má sömuleiðis nálgast á Twitch-rás AntoLne. Rafíþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport
Ernir Ibsen Egilsson, Íslendingurinn sem keppir á mótinu er aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað Minecraft í 9 ár, þar af síðustu þrjú með einbeitinguna á sprettspilun á leiknum. Minecraft hefur lengi verið einn vinsælasti leikur sögunnar, en spretspilanir á leiknum náðu mikilli athygli um 2020 þar sem vinsælustu Youtube-rásirnar tengdar Minecraft voru að sanka að sér milljónum áhorfa. Ernir hefur þó trompað nærri alla þessa tíma, en fyrir 8 mánuðum náði hann sjöunda besta tíma heims. Ernir kláraði leikinn á 8 mínútum og 38 sekúndum og er tíminn hans nú í fjórtánda sæti. Ernir spilar Minecraft í beinni og streymir leiknum á Twitch-rás sinni. Lið Íslands og Noregs eru nú komin í átta liða úrslit og spila okkar menn við lið Svíþjóðar, fimmtudaginn 7. mars. Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á íslensku á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins, en útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 að íslenskum tíma. Enska lýsingu á frá viðburðinum má sömuleiðis nálgast á Twitch-rás AntoLne.
Rafíþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport