Íslendingur í átta liða úrslitum á Evrópumóti í einum vinsælasta tölvuleik heims Snorri Már Vagnsson skrifar 6. mars 2024 14:00 Ernir spilar með karakternum sem sést á hægri mynd. Þessa dagana fer fram Evrópumótið í Minecraft sprettspilun (e. speedrunning). Á mótinu keppa Evrópubúar í 12 liðum, sem ákveðin eru eftir landsvæðum. Hvert lið er skipað tveimur leikmönnum og spilar Ísland með Norðmönnum. Ernir Ibsen Egilsson, Íslendingurinn sem keppir á mótinu er aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað Minecraft í 9 ár, þar af síðustu þrjú með einbeitinguna á sprettspilun á leiknum. Minecraft hefur lengi verið einn vinsælasti leikur sögunnar, en spretspilanir á leiknum náðu mikilli athygli um 2020 þar sem vinsælustu Youtube-rásirnar tengdar Minecraft voru að sanka að sér milljónum áhorfa. Ernir hefur þó trompað nærri alla þessa tíma, en fyrir 8 mánuðum náði hann sjöunda besta tíma heims. Ernir kláraði leikinn á 8 mínútum og 38 sekúndum og er tíminn hans nú í fjórtánda sæti. Ernir spilar Minecraft í beinni og streymir leiknum á Twitch-rás sinni. Lið Íslands og Noregs eru nú komin í átta liða úrslit og spila okkar menn við lið Svíþjóðar, fimmtudaginn 7. mars. Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á íslensku á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins, en útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 að íslenskum tíma. Enska lýsingu á frá viðburðinum má sömuleiðis nálgast á Twitch-rás AntoLne. Rafíþróttir Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti
Ernir Ibsen Egilsson, Íslendingurinn sem keppir á mótinu er aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað Minecraft í 9 ár, þar af síðustu þrjú með einbeitinguna á sprettspilun á leiknum. Minecraft hefur lengi verið einn vinsælasti leikur sögunnar, en spretspilanir á leiknum náðu mikilli athygli um 2020 þar sem vinsælustu Youtube-rásirnar tengdar Minecraft voru að sanka að sér milljónum áhorfa. Ernir hefur þó trompað nærri alla þessa tíma, en fyrir 8 mánuðum náði hann sjöunda besta tíma heims. Ernir kláraði leikinn á 8 mínútum og 38 sekúndum og er tíminn hans nú í fjórtánda sæti. Ernir spilar Minecraft í beinni og streymir leiknum á Twitch-rás sinni. Lið Íslands og Noregs eru nú komin í átta liða úrslit og spila okkar menn við lið Svíþjóðar, fimmtudaginn 7. mars. Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á íslensku á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins, en útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 að íslenskum tíma. Enska lýsingu á frá viðburðinum má sömuleiðis nálgast á Twitch-rás AntoLne.
Rafíþróttir Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti