Forsetinn til rannsóknar fyrir meinta tilraun til að eiga við úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 20:31 Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, er sakaður um að eiga við úrslit. Vísir/Getty Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit kappaksturs í Formúlu 1. FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira