Forsetinn til rannsóknar fyrir meinta tilraun til að eiga við úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 20:31 Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, er sakaður um að eiga við úrslit. Vísir/Getty Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit kappaksturs í Formúlu 1. FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira