Körfubolti

LeBron fyrstur í fjöru­tíu þúsund stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James skorar körfuna sem kom honum í fjörutíu þúsund stig á ferlinum.
LeBron James skorar körfuna sem kom honum í fjörutíu þúsund stig á ferlinum. Kevork Djansezian/Getty Images

LeBron James varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fjörutíu þúsund stig.

LeBron og félagar í Los Angeles Lakers máttu þola tíu stiga tap gegn Denver Nuggets í nótt, 124-114, og LeBron sagði tilfinninguna vara súrsæta eftir leik.

„Að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera eitthvað er frekar gott í þessari deild,“ sag'i LeBron eftir leikinn í gær. „Maður þekkir söguna og maður veit af öllum goðsögnunum sem hafa spilað hérna.“

Þrátt fyrir stigin 26 sem LeBron skoraði þurftu liðsmenn Los Angeles Lakers hins vegar að sætta sig við tíu stiga tap gegn Denver Nuggets þar sem Nikola Jokic var atkvæðamestur með 35 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×