Viðskipti innlent

ECIT Virtus kaupir bók­halds- og launa­þjónustu PwC

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorkell Guðjónsson er forstjóri ECIT Virtus.
Þorkell Guðjónsson er forstjóri ECIT Virtus.

Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus.

ECIT Virtus er dótturfélag ECIT AS sem er með 2.600 starfsmenn í tíu löndum. Félagið er skráð í kauphöllinni í Osló og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og viðskiptalausna. Yfirtakan á bókhalds- og launaþjónustu PwC er hluti af stefnu félagsins að efla starfsemina hér á landi. 

Virtus þjónar nú yfir 600 viðskiptavinum í fjármálatengdum verkefnum. Áætluð velta félagsins á þessu ári er um 500 milljónir króna. Stjórnarformaður ECIT Virtus er Eivind Araklett Norebø og forstjóri þess er Þorkell Guðjónsson





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×