Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 11:00 Dagur Sigurðsson faðmar lærisvein sinn eftir sigurinn gegn Barein í úrslitaleik Asíukeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París. Nú á hann möguleika á að koma öðru liði, Króatíu, á sömu leika. Getty/Noushad Thekkayil Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana. Handbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana.
Handbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn