Uppsagnir hjá Alvotech Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 16:42 Róbert Wessman er stofnandi Alvotech. Vísir/Vilhelm Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð. Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð.
Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent