Viktor Gísli og Orri Freyr með stórleiki en tíu mörk Óðins dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 21:39 Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í marki Nantes í kvöld. Uros Hocevar/Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Viktor Gísli Hallgrímsson og Orri Freyr Þorkelsson áttu báðir stórleiki fyrir lið sín í sigrum í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Orri Freyr og félagar hans í Sporting unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti þýska stórliðinu Füchse Berlin í kvöld, 32-28. Þetta var í annað sinn á einni viku sem Sporting vinnur Berlínarliðið, en Sporting vann eins marks sigur í Þýskalandi fyrir viku síðan, 31-32. Orri Freyr átti stórleik fyrir Sporting í kvöld og skoraði átta mörk úr níu skotum, en liðið trónir nú eitt á toppi riðils 4 með átta stig eftir fimm leiki, tveimur stigum meira en Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Þá átti landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gott kvöld fyrir Nantes er liðið vann níu marka sigur gegn Zabrze í riðli 1, 22-31. Viktor varði 15 skot í marki Nantes og var með rúmlega 45 prósent hlutfallsvörslu. Í sama riðli unnu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen átta marka sigur gegn Hannover-Burgdorf, 24-32. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, en Ýmir komst ekki á blað fyrir gestina. Nantes trónir á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki og Rhein-Neckar Löwen fylgir fast á hæla þeirra með sex stig. Hannover-Burgdorf situr í þriðja sæti með fjögur stig og Zabrze rekur lestina með tvö stig. Þá máttu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen þola svekkjandi eins marks tap, 33-34, gegn Bjerringbro/Silkeborg í riðli 3. Óðinn skoraði tíu mörk fyrir Kadetten sem situr í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, en í sama riðli skoraði Teitur Örn Einarsson fjögur mörk fyrir topplið Flensburg sem vann tólf marka sigur gegn Vojvodina, 42-30. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Orri Freyr og félagar hans í Sporting unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti þýska stórliðinu Füchse Berlin í kvöld, 32-28. Þetta var í annað sinn á einni viku sem Sporting vinnur Berlínarliðið, en Sporting vann eins marks sigur í Þýskalandi fyrir viku síðan, 31-32. Orri Freyr átti stórleik fyrir Sporting í kvöld og skoraði átta mörk úr níu skotum, en liðið trónir nú eitt á toppi riðils 4 með átta stig eftir fimm leiki, tveimur stigum meira en Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Þá átti landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gott kvöld fyrir Nantes er liðið vann níu marka sigur gegn Zabrze í riðli 1, 22-31. Viktor varði 15 skot í marki Nantes og var með rúmlega 45 prósent hlutfallsvörslu. Í sama riðli unnu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen átta marka sigur gegn Hannover-Burgdorf, 24-32. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, en Ýmir komst ekki á blað fyrir gestina. Nantes trónir á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki og Rhein-Neckar Löwen fylgir fast á hæla þeirra með sex stig. Hannover-Burgdorf situr í þriðja sæti með fjögur stig og Zabrze rekur lestina með tvö stig. Þá máttu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen þola svekkjandi eins marks tap, 33-34, gegn Bjerringbro/Silkeborg í riðli 3. Óðinn skoraði tíu mörk fyrir Kadetten sem situr í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, en í sama riðli skoraði Teitur Örn Einarsson fjögur mörk fyrir topplið Flensburg sem vann tólf marka sigur gegn Vojvodina, 42-30.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira