Viðskipti innlent

Ás­geir seðla­banka­stjóri í fimm ár í við­bót

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst.

Ríkisútvarpið hefur þetta eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Skipunartími Ásgeirs rennur út í ágúst en stöðu seðlabankastjóra þarf að auglýsa og þarf forsætisráðherra að tilkynna núverandi seðlabankastjóra það með sex mánaða fyrvara sé það ætlunin.

Ljóst er að það hefur ekki verið gert og verður Ásgeir því seðlabankastjóri áfram. Ásgeir hefur gegnt stöðunni síðustu fimm ár, síðan árið 2019.

Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs í júlí 2019.

Skipst hefur á skin og skúrum í tíð Ásgeirs sem seðlabankastjóra. Í kjölfar heimsfaraldurs hafa stýrivextir Seðlabankans hækkað mikið og mikil verðbólga verið erfiðasta viðfangsefnið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×