Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka

Árni Sæberg skrifar
Halldór Þór Snæland er nýr  framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka.
Halldór Þór Snæland er nýr framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka. Kvika banki

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

Í tilkynningu um ráðninguna segir að Halldór Þór búi yfir tveggja áratuga reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hafi starfað hjá Kviku frá árinu 2015. Hann hafi síðustu fjögur ár verið forstöðumaður rekstrardeildar og áður sérfræðingur í fjárstýringu Kviku. 

Á árunum 2014 til 2015 hafi Halldór Þór verið fjármála- og rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health. Hann hafi verið forstöðumaður fjárstýringar MP banka um sjö ára skeið á árunum 2006 til 2012 og starfað þar áður sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Kaupþingi og Búnaðarbanka Íslands.

Halldór hafi lokið M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá KTH Royal Institute of Technology í Stokkhólmi árið 2014 og útskrifast frá Háskóla Íslands með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði árið 2003 ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×