„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira