„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira