Körfubolti

Mikil slags­mál brutust út þegar liðin voru að þakka fyrir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er oft hart tekist á í bandaríska háskólaboltanum og stundum verður allt vitlaust. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint enda úr leik  St. John's og Marquette.
Það er oft hart tekist á í bandaríska háskólaboltanum og stundum verður allt vitlaust. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint enda úr leik  St. John's og Marquette. Getty/Larry Radloff

Leikmenn í bandaríska háskólakörfuboltanum slógust eftir leik Texas A&M-Commerce og Incarnate Word á mánudaginn.

Það er ekki vitað hver var kveikjan af slagsmálunum en leikurinn var búinn og liðin að þakka fyrir leikinn þegar allt varð vitlaust. ESPN segir frá.

Leikmenn úr báðum liðum slógu frá sér og bæði þjálfarar og aðrir leikmenn liðanna reyndu sitt besta til að skilja á milli. Slagsmálin stóðu yfir í meira en mínútur og bárust út um allan völl. Það má sjá þau hér fyrir ofan.

Sjónvarpslýsandi talaði um það að ung stelpa, sem var meðal áhorfenda, hafi meiðst eftir að slagmálinu bárust upp í stúku.

Incarnate Word og Texas A&M-Commerce sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem beðist var afsökunar á hegðun leikmanna skólanna tveggja.

Texas A&M-Commerce vann leikinn 76-72 og þetta var annar sigur liðsins á Incarnate Word á tímabilinu.

Báðir leikir voru miklir baráttuleikir þar sem hart var tekist á.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×