„Öðruvísi fegurð við þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Óskar Bjarni óttaðist stórtap í hálfleik en hans menn sneru dæminu snarlega við. Vísir/Einar „Þetta dálítið skrýtinn leikur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, sem komst áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir sterkan sigur á Metalplastika í Serbíu í gær. Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars. Valur Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars.
Valur Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira