Sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 16:31 Caitlin Clark fagnar körfunni sem tryggði henni metið og ekki er minni fögnuður hjá áhorfendum. AP/Matthew Putney Caitlin Clark vantaði átta stig til að verða í nótt stigahæsta kona í sögu bandaríska háskolaboltans. Hún skoraði 49 stig í leiknumþegar Iowa vann 106-89 sigur á Michigan. Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira