Sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 16:31 Caitlin Clark fagnar körfunni sem tryggði henni metið og ekki er minni fögnuður hjá áhorfendum. AP/Matthew Putney Caitlin Clark vantaði átta stig til að verða í nótt stigahæsta kona í sögu bandaríska háskolaboltans. Hún skoraði 49 stig í leiknumþegar Iowa vann 106-89 sigur á Michigan. Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira