„Það eru allir að spyrja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Ísold Sævarsdóttir er á fullu að æfa tvær íþróttagreinar á sama tíma, körfubolta og frjálsar íþróttir. Hún er í fremstu röð í þeim báðum. Hér sést hún í lyftingasalnum. Vísir/Sigurjón Ísold Sævarsdóttir er aðeins sextán ára. Hún fór á kostum með Stjörnunni í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld en hún er einnig ein besta frjálsíþróttakona landsins. Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold. Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold.
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira