„Það eru allir að spyrja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Ísold Sævarsdóttir er á fullu að æfa tvær íþróttagreinar á sama tíma, körfubolta og frjálsar íþróttir. Hún er í fremstu röð í þeim báðum. Hér sést hún í lyftingasalnum. Vísir/Sigurjón Ísold Sævarsdóttir er aðeins sextán ára. Hún fór á kostum með Stjörnunni í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld en hún er einnig ein besta frjálsíþróttakona landsins. Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold. Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold.
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti