Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2024 17:52 Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs í Grindavík. Vísir/Arnar Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira