Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:47 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“ Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“
Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun