Viðskipti innlent

Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tíma­móta

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum.
Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum. Einar árnason/getty

Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. 

Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi.

Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit.

Djörf ákvörðun

Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum.

„Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA.

Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu.

„En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“

Stóra límmiðamálið

En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á?

„Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“

Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? 

„Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“


Tengdar fréttir

Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala

Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×