Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent
![Færslufjöldi innlendra greiðslukorta erlendis jókst um 47 prósent milli áranna 2021 og 2022 eða úr 22 milljónum í tæplega 33 milljónir.](https://www.visir.is/i/6D85BD2E7E878F486CC318B9CA26969F609AAA96FF2579D1E3EC72B09503E451_713x0.jpg)
Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/A4ABFA9BF156CEE9720434C83C72ED4E938BCFA7DBB89C0B3CB5BED40B545CA3_308x200.jpg)
Umtalsvert hærri kostnaður af greiðslumiðlun á Íslandi en í Noregi
Með aukinni hagræðingu í rafrænni greiðslumiðlun og auknum fjölda færslna hefur kostnaður við greiðslumiðlun fyrir samfélagið lækkað frá síðustu mælingu árið 2018. Áætlaður samfélagskostnaður (innri kostnaður) af notkun greiðslumiðla hér á landi var um 47 milljarðar króna á verðlagi þess árs eða um 1,4 prósent af af vergri landsframleiðslu. Í Noregi nam samfélagskostnaður árið 2020 um 0,8 prósent af vergri landsframleiðslu, segir í skýrslu Seðlabankans. Áætlað er að heildarkostnaður heimila vegna greiðslumiðlunar hafi numið tíu milljörðum króna árið 2021.