Viðskipti innlent

Tölvuárás gerð á HR

Atli Ísleifsson skrifar
Tölvuárásin var gerð í nótt en umfang árásarinnar liggur ekki fyrir.
Tölvuárásin var gerð í nótt en umfang árásarinnar liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm

Tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík í nótt. Persónuvernd og CERT-IS hafa verið upplýst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR. Þar segir að kerfi skólans hafi verið tekin niður og unnið sé að viðgerð samkvæmt verkferlum HR, ásamt helstu þjónustuaðilum og netöryggissérfræðingum Syndis.

„Umfang árásarinnar er óljóst. HR mun senda frá sér aðra tilkynningu þegar nánari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×