Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, upplýsingafulltrúi Alvotech, í samtali við fréttastofu en Mbl greindi fyrst frá málinu.
Benedikt segir að það séu alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki sé sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ segir Benedikt. Hann segir að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara í gær hafi starfað á Íslandi.
Benedikt segir að ekki sé verið að fækka starfsfólki, enda hafi félagið ráðið 29 manns til starfa nú í janúar og þar af tuttugu hér á landi.
Alvotech er með sínar stærstu starfstöðvar á Íslandi, Indlandi og í Þýskalandi, en alls starfa um 1.050 manns hjá fyrirtækinu. 77 prósent þeirra starfa eru á Íslandi.