Innherji

Fjár­magn flæddi í hluta­bréfa­sjóði á síðasta mánuði ársins

Hörður Ægisson skrifar
Áhugi fjárfesta á hlutabréfum fór minnkandi lengst af á árinu 2023 samtímis ört hækkandi vaxtastigi til að stemma stigu við hárri verðbólgu á síðustu misserum.
Áhugi fjárfesta á hlutabréfum fór minnkandi lengst af á árinu 2023 samtímis ört hækkandi vaxtastigi til að stemma stigu við hárri verðbólgu á síðustu misserum.

Eftir nánast samfellt útflæði úr hlutabréfasjóðum um langt skeið varð viðsnúningur á síðasta mánuði ársins 2023 þegar fjárfestar settu talsvert fjármagn í slíka sjóði samhliða því að hlutabréfamarkaðurinn fór á mikið flug. Á sama tíma var hins vegar ekkert lát á áframhaldandi sölu fjárfesta í blönduðum sjóðum og skuldabréfasjóðum.


Tengdar fréttir

Til­boð JBT kom hluta­bréfa­markaðnum á flug

Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.

Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísitölum í krefjandi aðstæðum

Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.

Al­vot­ech lyftir upp öllum markaðnum nú þegar sam­þykki FDA er nánast í höfn

Markaðsvirði Alvotech, ásamt nær öllum félögum í Kauphöllinni, hefur rokið upp um nærri hundrað milljarða króna á markaði sem af er degi eftir að ljóst varð að íslenska líftæknilyfjafélagið ætti von á því að fá samþykkt markaðsleyfi fyrir sín stærstu lyf í Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að Alvotech verði í talsverðan tíma einir á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira, eitt mesta selda lyf í heimi, sem hefur þá eiginleika sem söluaðilar þar í landi horfa einkum til.

Hækka enn til­boð sitt í Marel og reikna með um 20 milljarða kostnaðar­sam­legð

Stjórn Marel hefur fallist á að hefja formlegar viðræður um samruna við John Bean Technologies, sem það telur „góð rök“ fyrir, eftir að bandaríska félagið kom með uppfært og hærra verðtilboð. Greinandi Citi telur líklegt að viðskiptin gangi eftir og hlutabréfaverð Marel, ásamt öðrum félögum á markaði, hefur rokið upp en stjórnendur JBT telja að sameining félaganna geti skilað sér í kostnaðarsamlegð upp á meira en 125 milljónir Bandaríkjdala. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×