Viðskipti innlent

Héðinn kaupir tvö fé­lög

Atli Ísleifsson skrifar
Steinar Rúnarsson deildarstjóri, Kristján Friðriksson, eigandi Hindar ehf., Stefán Högnason, eigandi El-rúnar ehf. og Eðvarð Ingi Björgvinsson framkvæmdastjóri.
Steinar Rúnarsson deildarstjóri, Kristján Friðriksson, eigandi Hindar ehf., Stefán Högnason, eigandi El-rúnar ehf. og Eðvarð Ingi Björgvinsson framkvæmdastjóri. Aðsend

Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf.

Fyrirtækin tvö sérhæfa sig í rafstýringum og forritun fyrir sjávarútveginn og er þetta sagður liður í að styrkja framtíðaráform Héðins. Í kjölfar kaupanna var stofnuð sérstök raftæknideild innan Héðins. 

Í tilkynningu segir að fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna muni starfa áfram hjá Héðni og hafi þegar hafið störf á nýstofnaðri raftæknideild.

„Steinar Rúnarsson sem áður starfaði fyrir systurfélag Héðins, HPP solutions hefur verið ráðinn sem deildarstjóri nýju deildarinnar. Héðinn hefur vaxið hratt undanfarin ár en með kaupunum á fyrirtækjunum eru starfsmenn Héðins nú orðnir 131 talsins,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×