Viðskipti innlent

Lena Dögg nýr verk­efna­stjóri Vertonet

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lena Dögg hefur verið ráðin til Vertonet.
Lena Dögg hefur verið ráðin til Vertonet. Vertonet

Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í.

Fram kemur í tilkynningu frá Vertonet að Lena Dögg mun leiða lokakafla verkefnisins, sem feli í sér að koma aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hafi margra ára reynslu af verkefnatjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur. 

„Lena Dögg hefur einnig áður starfað fyrir ýmis hagsmunasamtök en hún sat í Fræðslunefnd Félags náms- starfsráðgjafa, einnig var hún í stjórn Hugpró og þar af þrjú ár sem formaður.“

Fram kemur í tilkynningunni að konur séu einungis fjórðungur þeirra sem starfi í upplýsingatækni á Íslandi og útskrifatrhlutfall þeirra úr skólum, sem bjóði upp á tækninám, sé svipað eða jafnvel lægra. 

„Tækni og hugverkaiðnaður er stoð í íslensku atvinnulífi og talið er að það vanti 9.000 sérfræðinga í hugverkaiðnað á næstu árum ef vaxtaráform fyrirtækja í þeim iðnaði eiga að ganga eftir. Með því að auka þátttöku kvenna í tækni og hugverkaiðnaði er hægt að komast nær því að brúa biliið. Tækniþróun er á fleygiferð og við viljum að fjölbreyttur hópur komi að því að móta framtíðina.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×