„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2024 09:31 Aron Pálmarsson kom með beinum hætti að tíu mörkum gegn Króatíu. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30