Áhorfandi hljóp niður súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 15:01 Caitlin Clark er magnaður leikmaður en það hefði getað farið illa í gær. Getty/Andy Lyons Bandaríska körfuboltakonan Caitlin Clark átti frábæran leik með Iowa háskólanum en það dugði þó ekki til sigurs í gær og eftir leik munaði litlu að súperstjarna bandaríska háskólakörfuboltans meiddist illa. Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira