Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 16:20 „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær,“ segir Hildur Margrét. Landsbankinn/Björn Steinbekk Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira