„Þetta verður löng nótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 21:52 Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í varnarleiknum í kvöld. Það dugði bara ekki til og hann var rosalega svekktur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. „Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira