Raunverð íbúðaverðs lækkar og kaupkeðjur oftar að rofna Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 07:18 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 milljarða króna í nóvember samanborið við 12,9 milljarða í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira