„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2024 09:00 Einar Jónsson vill sjá leikmenn íslenska landsliðsins taka meiri ábyrgð. vísir/hulda margrét/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira
Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira
Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43
„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01
Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00