Viðskipti innlent

Thelma Björk frá Heimkaupum til Olís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thelma Björk vendir kvæði sínu í kross.
Thelma Björk vendir kvæði sínu í kross. Aldís Pálsdóttir

Thelma Björk Wilson hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olís.

Þar segir að í nýju starfi muni Thelma Björk móta og leiða stefnur, markmið og áætlanir inn á smásölusvið Olís. Þannig verði áhersla lögð á að efla þjónustustöðvar og bjóða viðskiptavinum upp á enn fjölbreyttari og betri þjónustu.

Thelma Björk kemur til Olís frá Heimkaupum þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og vöruhúss frá árinu 2021. Áður var hún sérfræðingur í greiningu á upplifun viðskiptavina hjá Icelandair. Þar áður var hún sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja hjá KPMG.

Thelma er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands.

„Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa hjá Olís. Hún býr yfir spennandi reynslu sem mun nýtast vel við framþróun þjónustustöðva okkar um allt land og hjálpa okkur við að gera enn betur við viðskiptavini Olís í framtíðinni,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.

Thelma Björk vakti athygli í mars síðastliðnum þegar hún ásamt fleiri foreldrum stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna stöðunnar í leikskólamálum borgarinnar.


Tengdar fréttir

Sama um hönnunar­verð­laun á meðan börnin sitja heima

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×