Viðskipti innlent

Öl­gerðin hættir með Red Bull

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Andri segir velgengni Collab hafa haft áhrif á samstarfið.
Andri segir velgengni Collab hafa haft áhrif á samstarfið. Vísir/Samsett

Vörumerkið Red Bull verður ekki hluti vörumerkja Ölgerðarinnar lengur en fyrirtækið sagði samningi sínum við Ölgerðina upp með sex mánaða fyrirvara.

Í árshlutauppgjöri fyrirtækisins í dag kemur fram að áætluð neikvæð áhrif samningsslitanna á rekstrarhagnað séu 80 milljón krónur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir í samtali við fréttastofu að annar dreifingaraðili muni taka við sölu á vörum Red Bull.

Collab hafi haft áhrif

Hann segist ekki geta fullyrt um ástæðu ákvörðunar Red Bull en að velgengni Collab, orkudrykks Ölgerðarinnar, hafi truflað samstarfið.

„Collab hefur vaxið úr engu í að vera margfalt stærra en Red Bull og auðvitað tekur það fókus frá okkur. Það hefur sennilega verið ástæðan, annars verður Red Bull auðvitað að svara því. Kannski hefur Collab bara orðið of stórt fyrir Red Bull,“ segir Andri.

Ölgerðin mun þó sjá um sölu vara Red Bull fram til 1. júlí næstkomandi og þá mun annar söluaðili taka við.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×