Viðskipti innlent

Sólar og Mánar sam­einast

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar og Kári Þráinsson, framkvæmdastjóri Mána.
Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar og Kári Þráinsson, framkvæmdastjóri Mána. Sólar

Sólar ehf. og Mánar ehf. hafa náð samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar.

Í tilkynningu segir að fyrirtækin starfi bæði á virkum samkeppnismarkaði en Sólar eru eitt af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins með um fimm hundruð starfsmenn sem starfa við almenn þrif og sérverkefni. 

Haft er eftir Einari Hannessyni, framkvæmdastjóra Sóla, að félagið telji að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna sem hvort um sig hafi sína styrkleika. „Við erum sífellt að huga að leiðum til að þjónusta viðskiptavini okkar með betri og skilvirkari hætti en áður, með sérstaka áherslu á umhverfisvitund. Við bíðum spennt eftir því að fá Kára framkvæmdastjóri Mána og hans öfluga starfsfólk til liðs við okkur“, segir Einar.

Þá er haft eftir Kára Þráinssyni, framkvæmdastjóra Mána, að félagið hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár með ákveðinni sérhæfingu til dæmis í ýmissi þjónustu við húsfélög. „Við höfum lagt áherslu á hátt þjónustustig og snöggan viðbragðstíma. Með samrunanum verður til enn öflugra félag með aukna samkeppnishæfni og sterkari innviði,“ segir Kári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×