Viðskipti innlent

Þátt­takan skapi gríðarleg tæki­færi til fjár­festingar í ný­sköpun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Áslaug Arna er nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Áslaug Arna er nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm

Þátttaka Íslands í InvestEU áætluninni mun skapa gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun með áherslu á stafræna þróun og grænar lausnir. Þetta segir nýsköpunarráðherra sem kynnti verkefnið í morgun.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti á fundi í morgun stóraukinn aðgang að fjármögnun til nýsköpunar með samningi sem gerður hefur verið við Invest EU. Áætlunin felur í sér aðgang að 26 milljarða evra ábyrgðasjóði með sérstakri áherslu á stuðning við fyrirtæki í nýsköpun og nýrri tækni.

„Þessu fylgir mikill stuðningur og tækifæri til fjárfestinga í nýsköpun með áherslu á stafræna þróun og grænar lausnir,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Meðal gesta á fundinum voru fulltrúar þeirra banka og sjóða sem taka þátt í verkefninu auk forsvarsmanna áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Áslaug segir að með þátttöku Íslands stóraukist aðgengi að fjármagni til nýsköpunar sem styðji meðal annars við grænar lausnir.

„Þarna er hægt að sækja í ábyrgð eða fjármagn vegna meðal annars stórra samfélagslegra mikilvægra verkefna, til dæmis samstarf opinberra aðila og einkaaðila. Við getum þar nefnt á sviði orkuframleiðslu og orkuskipta til að hraða því eða innleiðingar á nýsköpun í matvælaframleiðslu eða stafrænni tækni eins og með öllum þeim áskorunum sem fylgja gervigreind.“

Þátttaka Íslands sé mikilvæg.

„Það að það sé nægt aðgengi að fjármagni fyrir svona lausnir skiptir Ísland miklu máli og þarna stöndum við þá jafnfætis öðrum mun stærri löndum í aðgengi að þessu fjármagni.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×